Íranar segja ásakanir áróður

Íranar kölluðu ásakanir bresku sjóliðanna á hendur Írönum áróður og sögðu að sviðsettir blaðamannafundir gætu ekki falið þá staðreynd að Bretar hefðu farið inn á yfirráðasvæði Írana. Bresku sjóliðarnir sögðu á blaðamannafundi í dag sem haldinn var í tilefni heimkomu þeirra að þeir hefðu verið beittir harðræði, m.a. verið haldið í einangrun og hefðu þurft að sæta handahófskenndum yfirheyrslum.

Þá sögðu sjóliðarnir að þeir hefðu óttast um líf sitt og að þeim hefði verið hótað sjö ára fangelsisvist ef þeir ekki játuðu að hafa verið á írönsku yfirráðasvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert