Nítján innbrot um páskana

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi verið tilkynnt um nítján innbrot frá morgni skírdags. Það er sambærilegt við síðasta ár þegar 22 innbrot voru tilkynnt eftir páskahátíðina.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tíu innbrot í bíla tilkynnt, sex sinnum var farið inn í fyrirtæki og þrisvar í íbúðarhús. Ekki liggur fyrir hversu miklu var stolið. Sá fyrirvari er á tilkynningunum að þeim getur fjölgað, þar sem ekki höfðu allir skilað sér úr ferðalögum fyrr en seint í gærkvöldi og eins að fjölmörg fyrirtæki hefja starfsemi á nýjan leik í dag.

Að sögn lögreglu fjölgar innbrotum ekki svo neinu nemur þó að um ferðahelgi sé að ræða. Er öflugum forvörnum þá helst þakkað en almenningur er sér mjög meðvitandi um þær hættur sem steðja að og gera því viðeigandi ráðstafanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert