Framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna vikið úr starfi

Framkvæmdastjórinn Viggó Þórir Þórisson hættir þegar í stað störfum.
Framkvæmdastjórinn Viggó Þórir Þórisson hættir þegar í stað störfum. mbl.is

Framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna hefur verið vikið úr starfi. Segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórn VSP að í ljós hafi komið að mistök hafa átt sér stað í störfum framkvæmdastjórans. Framkvæmdastjórinn hættir þegar í stað störfum hjá verðbréfaþjónustunni og málið verður sent til lögreglunnar.

Mál þetta hefur verið tilkynnt til saksóknara efnahagsbrota Ríkislögreglustjóra, sem rannsakar málið. Meðan málið er í rannsókn mun VSP ekki gefa frekari upplýsingar um það.

VSP hefur tekið fram í tilkynningu til fjölmiðla að málið hafi hvorki áhrif á rekstur né fjárhagsstöðu verðbréfasjóða VSP.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert