Geir endurkjörinn formaður með 95,8% atkvæða

Geir Haarde þakkar kjörið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Geir Haarde þakkar kjörið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/PBL

Geir H. Haarde var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í dag. Geir fékk 906 atkvæði af 946 sem greidd voru eða 95,8%. Geir sagði, að þessi kosning væri sér ómetanlegt veganesti inn í þau verkefni sem framundan væru og hann væri óskaplega þakklátur fyrir þennan mikla og eindregna stuðning.

Fram kom að 5 atkvæði voru auð og 4 ógild og nokkrir fengu innan við 10 atkvæði í formannskjörinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert