Fjárveitingar til LSH í engum takti við þróun eftirspurnar eftir þjónustu

Frá ársfundi Landspítala háskólasjúkrahúss í dag.
Frá ársfundi Landspítala háskólasjúkrahúss í dag. mbl.i/Golli

Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á Landspítalanum, sagði á ársfundi sjúkrahússins í dag, að hún teldi fjárveitingar til spítalans á undanförnum árum vera í engum takti við þróun eftirspurnar eftir þjónustu hans. Sú eftirspurnar ætti eftir að aukast á næstu árum, m.a. vegna þróun sjúkdóma og fjölgun aldraðra.

Það kostaði 32,2 milljarða króna að reka Landspítalann á síðasta ári og þjónustan jókst á flestum sviðum milli ára. Gjöld umfram tekjur, sem fást fyrst og fremst af fjárlögum og með þjónustugjöldum, voru 290 milljónir. Rekstarhallinn nam því 0,9% árið 2006 en uppsafnaður rekstrarhalli var í lok þess árs 777 milljónir króna. Var hallinn 487 milljónir í árslok 2005.

Anna Lilja sagði ljóst að ákveða þyrfti stefnu til framtíðar, núverandi tilhögun fjárveitinga gagnaðist ekki lengur. Hún benti á að framleiðni rekstrarkostnaðar hefði aukist á árunum eftir sameiningu sjúkrahúsanna árið 1999 til ársins 2005, hins vegar væru nú teikn á lofti um viðsnúning.

Sagði hún að spítalann hefði hingað til fjármagnað aukna starfsemi með hagræðingu í rekstri, sem möguleg var í kjölfar sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík. Þá hafi verið farið ofan í saumana á þjónustunni og reksturinn endurskipulagður. Nú sé svo komið að aukið fé þurfi inn í reksturinn eða að takmarka verði þjónustuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert