Fyrirhuguð uppbygging á 27 þúsund fermetra svæði

Teikning af byggingum við Höfðatorg.
Teikning af byggingum við Höfðatorg.

Fyrirhuguð uppbygging Höfðatorgs, sem afmarkast af Borgartúni, Skúlatúni, Skúlagötu og Höfðatúni, var kynnt í dag. Þar er áformað að reisa blandaða byggð með íbúðum og fyrirtækjum á 27 þúsund fermetra svæði og eru byggingarframkvæmdir þegar hafnar en áformað er að uppbyggingu á Höfðatorgi verði lokið árið 2010. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um 30 milljarða króna.

Fyrsta byggingin við Höfðatorg er þegar risin en þar er um að ræða 14 þúsund fermetra verslunar- og skrifstofuhús á sex hæðum auk inndreginnar þakhæðar. Brátt verður hafist handa við að reisa 19 hæða skrifstofubyggingu sem mun rísa á mótum Höfðatúns og Borgartúns.

Íbúðir á svæðinu verða með góðu útsýni og torglíf á að takmarkast við venjulegan vökutíma fólks. Skemmtistaðir verða ekki starfræktir á svæðinu.

Undirbúningur að uppbyggingunni hófst árið 2000 þegar Eykt keypti fyrstu lóðirnar á svæðinu. Árið 2005 var ákveðið að fá erlenda ráðgjafa til liðs við verkefnið og hófst þá samstarf Eyktar og PK arkítekta, aðalhönnuða Höfðatorgs, við tvö hönnunarfyrirtæki í Berlín.

Heimasíða Höfðatorgs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert