Æfa hraðakstur í yfirgefinni herstöð

Nýliðar í mótorhjóladeild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum æfðu í dag hraðakstur og forgangsakstur á götum bandarísku herstöðvarinnar sem nú stendur auð og yfirgefin við Keflavíkurflugvöll.

Akstursæfingarnar eru hluti af námskeiði sem haldið er á vegum Lögregluskóla ríkisins. Í samráði við LRH og lögreglustjórann á Suðurnesjum var ákveðið að hluti námskeiðsins færi fram á gamla varnarsvæði, samkvæmt upplýsingum Eiríks Hreins Helgasonar, yfirlögregluþjóns hjá skólanum.

Árni Friðleifsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar, segir gatnakerfi herstöðvarinnar nýtast vel til æfinga fyrir nýliða mótorhjóladeildarinnar.

Þeir séu reyndar allir þaulvanir mótorhjólaakstri, þótt þeir hafi ekki ekið lögregluhjólum áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert