Hlutafélagaskrá getur gert athugasemdir

Nokkur dæmi eru um að einstaklingar hafi ekki getað tekið sæti í stjórnum hlutafélaga eða gegnt störfum framkvæmdastjóra vegna refsidóma sem þeir hafa hlotið. Skv. ákvæði hlutafélagalaga mega einstaklingar sem hlotið hafa refsidóma í tengslum við atvinnurekstur ekki gegna stjórnarmennsku eða störfum framkvæmdastjóra hlutafélaga þremur árum eftir að dómur féll.

Fram hefur komið að ef Hæstiréttur staðfestir nýfallinn dóm héraðsdóms yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni gæti það haft áhrif á störf þeirra.

Hlutafélagaskrá hefur eftirlit með að þessu ákvæði hlutafélagalaga sé fylgt. Skv. upplýsingum sem fengust hjá Hlutafélagaskrá undirrita stjórnarmenn og framkvæmdastjórar yfirlýsingu um að þeir uppfylli hæfisskilyrði áður en tilkynningar eru sendar Hlutafélagaskrá. Ef tilkynningar uppfylla ekki formskilyrði laganna ber Hlutafélagaskrá að gera athugasemdir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert