Tveir Íslendingar með á Carnegie-sýningu

Tveir íslenskir listamenn, þau Þórdís Aðalsteinsdóttir, og Þór Vigfússon, eru í hópi 26 listamanna sem valdir hafa verið til að taka þátt í Carnegie Art Award listasýningunni. Eiga þau þar með möguleika á að vinna Carnegie listaverðlaunin, sem nema 1 milljón sænskra króna fyrir 1. sætið.

Sýningin hefst í Kiasma listasafninu í Helsinki og fer síðan áfram til sjö landa.

Í dómnefnd verðlaunanna eru Tuula Arkio formaður finnska listaráðsins, María de Corral frá Madrid, forstöðukona fyrir Feneyjatvíæringinn, Lars Nittve forstöðumaður Moderna Museet í Stokkhólmi og Gunnar J. Árnason, listagagnrýnandi og lektor við Listaháskóla Íslands.

Eggert Pétursson hlaut önnur verðlaun í Carnegie Art Award árið 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka