Fréttaskýring: Bjargar Íslandshreyfingin stjórnarmeirihlutanum?

Ósk Vilhjálmsdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Ómar Ragnarsson á kosningahátíð Íslandshreyfingarinnar.
Ósk Vilhjálmsdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Ómar Ragnarsson á kosningahátíð Íslandshreyfingarinnar. mbl.is/Ómar
Eftir Ólaf Þ. Stephensen, olafur@mbl.is
Ríkisstjórnin heldur velli með minnsta mögulega meirihluta, einum manni, miðað við stöðuna í talningu atkvæða á öðrum tímanum í nótt. Stjórnin hefur ekki meirihluta atkvæða samkvæmt síðustu tölum, en óhagstæð dreifing atkvæða milli annarra flokka veldur því að stjórnarmeirihlutinn lafir – þar til annað kemur í ljós. Framboð Íslandshreyfingarinnar getur því hafa bjargað stjórnarmeirihlutanum.

Í sjónvarpsumræðum formanna stjórnmálaflokkanna fyrir stundu sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að yrði staðan þessi, væri eðlilegt að hann og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddu saman. Áhugi Sjálfstæðisflokksins á áframhaldandi stjórnarsamstarfi er því ljóslega fyrir hendi.

Framsóknarmenn eru hins vegar greinilega vígamóðir og Jón Sigurðsson orðaði það svo að aðrir yrðu að hafa frumkvæði að stjórnarmyndun en framsóknarmenn. Hins vegar hefði oft verið leitað til flokksins.

Jafnvel þótt Framsókn verði ekki til í áframhaldandi stjórnarsamstarf, þrátt fyrir að þingmeirihlutinn haldi naumlega, eiga stjórnarflokkarnir meira svigrúm til viðræðna við aðra en ef meirihlutinn fellur. Það verður þá ekki nauðsynlegt fyrir forsætisráðherra að biðjast strax lausnar fyrir stjórnina. Líklega styrkir þetta þó stöðu Sjálfstæðisflokksins fremur en Framsóknar.

Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa í ummælum sínum í nótt haldið fast við að byrja á að ræða um „kaffibandalagsstjórn“ fari svo að stjórnarandstaðan nái meirihluta. Fari hins vegar svo að aðeins muni einum þingmanni, munu Vinstri græn og Samfylking hafa áhyggjur af því að einstaklingar í liði frjálslyndra geti hlaupið út undan sér í stjórnarsamstarfinu. Hugsanlega leita þessir flokkar þá til Framsóknar. Hiki framsóknarmenn þá enn, aukast líkur á að fremur verði reynt að mynda tveggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins með annaðhvort VG eða Samfylkingu.

Eins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, benti á í umræðum í Ríkissjónvarpinu hefur tilkoma Íslandshreyfingarinnar líklega gert stjórnarandstöðunni erfiðara fyrir að fella ríkisstjórnina, miðað við þessa niðurstöðu. Atkvæði, sem hefðu getað nýtzt stjórnarandstöðuflokkunum, detta dauð niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tveir ökumenn undir áhrifum í nótt

06:12 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóðsýni var tekið úr þeim báðum og þeim sleppt að henni lokinni. Báðir ökumennirnir voru teknir í nágrenni miðbæjarins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Meira »

Boða fund að loknu sumarleyfi

05:30 Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar á forsíðu blaðsins í gær. Í umræddri frétt var fjallað um gagnrýni Samtaka iðnaðarins á störf byggingarfulltrúans í Reykjavík. Meira »

Lundaralli frestað vegna bilunar

05:30 Ekki tókst að ljúka lundaralli II þar sem holumyndavél bilaði að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Hann segir að hin myndavélin sem notuð er hafi bilað í fyrra rallinu. Meira »

Unnið ítarlega að breytingum

05:30 Nákvæmra áætlana varðandi breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar úttektar á vegum Embættis landlæknis á stofnuninni er að vænta ágúst eða september, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meira »

Sorptunnur yfirfullar í Þorlákshöfn

05:30 Töluverð óánægja er með nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Þorlákshöfn. Í umræðuhópi íbúa á Facebook hafa margir lýst því að sorptunnur þeirra séu yfirfullar og illa lyktandi. Meira »

Meðalmálsmeðferðartími mun styttri

05:30 Meðalmálsmeðferðartími kærunefndar útlendingamála vegna kæra einstaklinga sem fengið höfðu synjun um alþjóðlega vernd hér á landi styttist verulega á milli áranna 2015 og 2016. Meira »

Grænlita Grafarlæk

05:30 Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar. Meira »

Borgin fimm ár að afgreiða mál

05:30 Jón Ólafur Ólafsson arkitekt segir byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa verið fimm ár að afgreiða umsókn. Vegna þessara tafa hafi milljónir tapast. Meira »

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

05:30 Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins. Meira »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...