Grunsamlegt þótti er sjónvarp datt úr bílnum

Lögreglumenn á Selfossi höfðu afskipti af ökumanni bifreiðar um klukkan eitt í nótt, en grunsamlegt þótti að sjónvarp hafði dottið úr bílnum. Í ljós kom að ökumaður hafði við annan mann verið að reyna að koma því fyrir í bifreiðinni, og við nánari eftirgrennslan lögreglu varð ljóst að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna.

Í kjölfarið upplýstust tvö innbrot í sumarbústaði í Grímsnesinu, og var áðurnefnt sjónvarp þaðan komið, ásamt öðru sjónvarpstæki, tveim DVD-spilurum og ýmsu öðru góssi úr bústöðunum sem fannst í bílnum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er málið upplýst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert