Krían komin á Nesið

Krían kom á Nesið á kosningadaginn
Krían kom á Nesið á kosningadaginn mbl.is/Ómar

Krían sást á Seltjarnarnesi í fyrsta sinn í sumar, en hún kom til borgarinnar á kosningadaginn 12. maí. Krían sást hinsvegar fyrst við Óslandið á Höfn í Hornafirði 22. apríl sl. Krían er algengur varpfugl víða um heim og einn mesti ferðalangur dýraríkisins.

Á hverju ári taka fuglarnir sig upp og fljúga úr suðri í norður eftir endilangri jarðarkringlunni til að komast til varpstöðvar sinna, að því er segir á Vísindavef Háskóla Íslands.

Þar kemur fram að lengstu leiðirnar séu meira en 15 þúsund km og getur ferðalagið, sem margir fuglanna fara tvisvar á ári, tekið um einn og hálfan mánuð.

Í fyrra gekk kríuvarpið mjög illa hér á landi og fáir kríuungar komust á legg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert