Kettlingar, kálfur og kiðlingur

Börnin á leikskólanum Rauðaborg í Árbæjarhverfinu í Reykjavík fóru í morgun í heimsókn á sveitabæ til að fá að kynnast dýrunum í sveitinni. Á Grjóteyri í Kjós er aðstaðan mjög góð enda hafa þau tekið á móti hópum sem þessum síðast liðin fjörtíu ár. Það eru ekki bara dýrin sem heilla, þar er líka að finna ágætt safn gamalla dráttarvéla en í morgun virtust það vera kettlingarnir sem heilluðu hvað mest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert