Skemmdarverk unnin á vinnuvélum í Álafosskvos

Hörður segir, að málningu hafi verið sprautað á vinnuvélar og einnig hafi rúður í húsum vélanna verið brotnar og aðrar skemmdir unnar.

Hörður segir að þetta sé í annað skipti sem fyrirtækið verður fyrir svona aðkasti og kennir Varmársamtökunum um að hafa skapað jarðveg fyrir svona aðgerðir en samtökin hafi beitt sér markvisst gegn fyrirtækinu og ætli sér greinilega í stríð við það.

Fráveituframkvæmdirnar, sem hófust á mánudag, eru á vegum Mosfellsbæjar. Íbúar á svæðinu beittu sér fyrir því þegar á mánudag að framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar og hafa kallað lögreglu tvívegis til. Lögregla hefur þó ekki gripið til aðgerða þar sem verktakafélagið framvísaði leyfum og skipulagsyfirvöld hafa ekki farið fram á að framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert