Vernd og Fangelsismálastofnun gera samning

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli fangahjálparinnar Verndar og Fangelsismálastofnunar en samkvæmt því mun Vernd hafa umsjón með meðferðarþjónustu við heimilismenn á áfangaheimilinu og verður fagmenntaður vímuefnaráðgjafi ráðinn til starfa.

Hlutverk ráðgjafans verður m.a. að styðja við bakið á heimilismönnum sem glíma við áfengis- og vímuefnafíkn með því að greina vanda þeirra og gera meðferðaráætlanir.

Fangahjálpin Vernd hefur rekið áfangaheimili í Reykjavík í nær því hálfa öld en heimilið hefur verið ætlað fólki sem er að koma undir sig fótum eftir fangelsisvist eða hefur hvergi átt höfði sínu að að halla. Í tilkynningu segir, að síðustu tólf ár hafi Vernd starfað í náinni samvinnu við Fangelsismálastofnun um vistun þeirra sem eru að ljúka afplánun. Hafi rúmlega sex hundruð einstaklingar dvalið á áfangaheimili Verndar frá því að þetta samstarf hófst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert