Segja Eimskip hafa reynt að kaupa Smyril Line

Ferjan Norræna.
Ferjan Norræna. mbl.is/Steinunn

Færeyskir fjölmiðlar segja í dag, að Eimskip hafi reynt að kaupa meirihluta hlutabréfa í Smyril Line, sem gerir út ferjuna Norrænu. Dimmalætting segist hafa eftir áreiðanlegum heimildum, að fulltrúar íslenska félagsins hafi verið Færeyjum og freistað þess festa kaup á hlut í Smyril Line en án árangurs.

Blaðið segir, að hvorki TF Holding né Framtaksgrunnurin, sem eiga samanlagt yfir helming bréfanna, hafi viljað selja.

Eimskip keypti Skipafelag Føroya fyrir nokkrum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert