Ný björgunarþyrla til Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan fékk nýja björgunarþyrlu í hendur um hádegisbilið í gær. Þyrlan er af gerðinni Super Puma og kemur í stað þyrlunnar LN-OBX sem Gæslan hefur haft á leigu. Nýja þyrlan ber kallmerkið TF-GNÁ og er einnig leiguvél.

Landhelgisgæslan hefur því nú um stundir fjórar björgunarþyrlur í flugflota sínum. Fyrir eru TF-LÍF sem er sambærileg þyrlunni sem Gæslan tekur nú í gagnið. Jafnframt á gæslan enn TF-SÍF sem er af Dauphin-gerð og hefur verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar síðan 1985. Jafnframt hefur Gæslan þyrlu af sömu gerð á leigu sem ber kallmerkið TF-EIR. Landhelgisgæslan mun brúa bilið, þar til nýjar þyrlur verða keyptar, með leiguþyrlum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert