Garðsláttur að næturlagi

Garðsláttur að degi til
Garðsláttur að degi til mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Nokkrir íbúar í austurhluta Reykjavíkur gátu ekki fest svefn síðastliðna nótt vegna hávaða frá garðsláttuvél. Lögreglan var kölluð á staðinn og hafði hún afskipti af hinum dugmikla vinnumanni.

Sá tók tilmælum lögreglumannanna vel og slökkti samstundis á sláttuvélinni. Manninum var jafnframt bent á að framvegis ætti hann að haga þess konar verkum með meira tilliti til annarra í huga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert