Laugarslysið óupplýst

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á slysinu sem varð í Sundlaug Kópavogs í lok apríl en þá fannst 15 ára drengur meðvitundarlaus á laugarbotni og hefur legið þungt haldinn á sjúkrahúsi síðan. Er hann kominn úr öndunarvél á gjörgæsludeild og liggur nú á barnadeild en án meðvitundar.

Rannsókn lögreglunnar lauk í síðustu viku og er niðurstaðan sú að enginn hafi séð drenginn sökkva til botns. Þá sást hann ekki í eftirlitsmyndavélum laugarinnar. Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns eru tildrög slyssins því í raun óupplýst. Rannsóknarskýrslan er nú komin í hendur lögfræðisviðs lögreglunnar sem hefur það hlutverk að meta hvort málið sé nægilega rannsakað.

Frá þeim tíma sem liðinn er frá slysinu hafa öryggismál í sundlauginni verið yfirfarin. Búið er að skerpa á þeim verkferlum sem snúa að öryggi og þjálfun starfsfólks að sögn Jóns Júlíussonar, íþróttafulltrúa Kópavogs. Þá hefur verið rætt um hvernig megi fyrirbyggja önnur eins slys, t.d. skoða hvort þörf sé á að fjölga starfsmönnum á vöktum, þótt nú þegar standist sá þáttur öryggiskröfur um sundstaði, bendir Jón á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert