Húðflúrmeistarar á nálum á Grand Rokk

Það var þétt setinn bekkurinn og læviblandað andrúmsloft á glæpaknæpunni Grand Rokk í Reykjavík í dag. Suð í nálum yfirgnæfði nánast allt tal og nokkrir menn sátu berir að ofan með angistarviprur um andlitin, enda ekki á færi nema hraustmenna að fá sér húðflúr. Það þarf því að herða upp hugann til að líta inn á Grand Rokk þar sem flestir húðflúrmeistarar landsins eru samankomnir ásamt erlendum kollegum þeirra.

Ástæðan er Húðflúrshátíð Íslands sem er haldin í annað sinn og stendur yfir alla helgina. Listamennirnir bjóða upp á húðflúr af öllu tagi og meðal viðskiptavina í dag var rokkarinn Krummi í hljómsveitinni Mínus.

Jón Páll Halldórsson, sem rekur Íslenzku húðflúrstofuna, segir miklar tískusveiflur vera í húðflúri og nú séu litir að koma sterkir inn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert