Ísland í 3. sæti í kvennaflokki á NM í brids

Íslenska liðið í opna flokknum á Norðurlandamótinu í brids er komið niður í 5. sæti eftir tvö töp í dag, 9:21 fyrir Svíþjóð í 8. umferð og 14:16 fyrir Finnum í 9. umferð. Íslenska kvennaliðið er í 3. sæti en liðið tapað 12:18 fyrir Svíþjóð og vann Finna 16:14. Einn leikur er eftir og spila íslensku liðin við Dani á morgun.

Í opna flokknum hafa Finnar nánast tryggt sigur með 171 stig. Danir hafa 155, Svíar 140, Noregur 131, Ísland 130 og Færeyjar 74. Í kvennaflokki hefur Noregur 175 stig, Svíþjóð 171, Ísland 141, Danir 138, Finnar 120 og Færeyjar 53 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert