372 kandídatar brautskráðust frá Háskólanum á Akureyri

mbl.is/Skapti

372 kandídatar brautskráðust frá Háskólanum á Akureyri á háskólahátíð í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Þetta er mesti fjöldi kandídata sem brautskráður hefur verið í einu frá skólanum. Af þessum hópi hafa 120 stundað fjarnám fyrir milligöngu háskólasetra og símenntunarmiðstöðva á 14 stöðum á landinu.

Í brautskráningarræðu sinni fjallaði rektor m.a. um mikilvægi háskóla, samfélagslegt hlutverk þeirra, jafnrétti til náms og framlag Háskólans á Akureyri til íslensks samfélags. Hátíðarávarp flutti hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Viðurkenningu fyrir afburða námsárangur hlutu eftirtaldir:

Auðlindafræði – Hörður Sævaldsson
Fjölmiðlafræði - Dagmar Ýr Stefánsdóttir
Grunnskólakennarafræði – Unnur Arnsteinsdóttir
Hjúkrunarfræði – María Karlsdóttir
Iðjuþjálfunarfræði – Oddný Hróbjartsdóttir
Leikskólakennarafræði – Unnur Arnsteinsdóttir
Lögfræði - Sindri Guðjónsson
Nútímafræði – Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
Sálfræði - Kristín Elva Viðarsdóttir
Samfélags- og hagþróunarfræði – Olga Sif Guðmundsdóttir
Tölvunarfræði – Davíð Steinar Guðjónsson
Viðskiptafræði – Haraldur Örn Reynisson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert