Sérsveit lögreglunnar kölluð út vegna vopnaðs manns í Hnífsdal

Þyrla Landhelgisgæslunnar með menn úr sérsveit lögreglunnar var send til Hnífsdals á tólfta tímanum í kvöld þar sem vopnaður maður skaut að eiginkonu sinni. Samkvæmt heimildum Fréttavefjar Morgunblaðsins komst konan í öruggt skjól ómeidd en á þessari stundu eru sérsveitarmenn að umkringja hús mannsins við Bakkaveg í Hnífsdal þar sem maðurinn er vopnaður.

Samkvæmt upplýsingum Fréttavefjar Morgunblaðsins heyrðu nágrannar hjónanna skothvell á ellefta tímanum og leituðu eftir aðstoð lögreglu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með sérsveitarmennina við Hnífsdalsbryggju skömmu eftir miðnætti og eins og áður sagði er sérsveitin að umkringja húsið þar sem maður er innandyra vopnaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert