Hægviðri víðast hvar

Veðurstofa Íslands spáir hægviðri í dag. Dálítil væta verður vestanlands í fyrstu, en birtir til síðdegis. Skýjað með köflum norðanlands og dálítil væta fram að hádegi, en þokubakkar með ströndinni. Lengst af bjartviðri suðaustan- og austanlands. Hæg norðlæg átt á morgun og léttskýjað sunnan- og vestanlands, en dálítil þokusúld með norður- og austurströndinni. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast á A-landi í dag en suðvestanlands á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert