Sesame Street sigraði Latabæ

mbl.is/ÞÖK

Máni Svavarsson, tónlistamaður, og Magnús Scheving, leikstjóri og handritshöfundur Latabæjarþáttanna, máttu lúta í gras fyrir barnaþáttunum Sesame-Street á Emmy verðlaunahátíðinni í gærkvöldi þar sem veitt voru verðlaun fyrir efni sem sýnt er að degi til. Sesame Street hirti sex verðlaun.

Svokölluð Daytime Emmy® Awards voru afhent í 34. skipti í gærkvöldi í Kodak leikhúsinu í Los Angeles. Verðlaunin eru veitt fyrir sjónvarpsefni sem er fyrir alla fjölskylduna. Að þessu sinni voru sérstök verðlaun veitt barnaefni og nefnd eru The Children’s Emmy® Awards.

Magnús Scheving og Jonathan Judge voru tilnefndir fyrir leikstjórn í Latabæ í flokknum um yfirburðaleikstjórn í sjónvarpsþáttaröðum fyrir börn ásamt þáttunum It´s a Big Big World og Sesame Street en síðarnefndi þátturinn hlaut verðlaunin.

Tónlistin úr Latabæjarþáttunum sem samin er af Mána Svavarssyni, var líka tilnefnd í flokknum um bestu tónlistina en 8 aðrir sjónvarpsþættir fyrir börn og unglinga voru tilnefnd og hlaut tónlistin úr Sesame Street verðlaunin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert