Gekk berserksgang í lögreglubíl

Maðurinn lét höggin dynja á lögreglumanninum.
Maðurinn lét höggin dynja á lögreglumanninum. mbl.is/Júlíus

Einn maður gistir nú fangageymslu lögreglunnar á Blönduósi fyrir árás á lögreglumann. Að sögn lögreglu var maðurinn sóttur út á Skagaströnd þar sem hann var til vandræða. Hann var ekki handtekinn en lögreglan bauðst til að flytja hann heim til sín á Blönduós. Á leiðinni þangað réðist maðurinn á annan lögreglumanninn í bílnum og lét höggin dynja á honum. Maðurinn sem var yfirbugaður mun hafa verið undir áhrifum einhverra eiturlyfja.

Lögreglan sagði að kveikt hafi verið á upptökubúnaði inni í bílnum og atvikið því vel skrásett með mynd og hljóði. Málið verður í rannsókn í dag og líklegt þykir að maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið er litið mjög alvarlegum augum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert