Aldraðir á biðlistum þjást af þunglyndi og kvíða

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is
Þunglyndi og kvíði sækir á aldraða sem bíða eftir hvíldarinnlögn á Landakotsspítala. Nánustu ættingjar eru sumir hverjir orðnir örmagna og finnst þeir vera fangar á eigin heimili. Engin endurhæfing eða þjálfun stendur til boða meðan á innlögn stendur.

Þetta er meðal þess sem kom fram í könnun sem tveir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, Steinunn Arna Þorsteinsdóttir og Díana Dröfn Heiðarsdóttir, gerðu í vor. Fólkið í þessum hópi er flest með heilabilunarsjúkdóma á borð við Alzheimer og Parkinson og þarf að jafnaði að taka tíu til tólf tegundir af lyfjum daglega. Það þarf því á mikilli umönnun og umsjón með flókinni lyfjagjöf að halda.

Löng bið og lítil meðferð

Að jafnaði eru um fimmtíu manns á biðlista eftir átta til tíu plássum sem standa til boða og biðtíminn getur hlaupið á mánuðum. Í sumum tilvikum býr fólkið enn heima og innlögnin er ætluð til þess að létta álagi af nánustu aðstandendum viðkomandi. Aðrir eru að bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili og hvíldarinnlögn er fyrir þeim bráðabirgðalausn.

Steinunn segir að hvíldarinnlögnin standi oft ekki undir væntingum sjúklinganna. "Sumir vonuðust til að öðlast betri heilsu og fá einhverja þjálfun eða endurhæfingu meðan á dvölinni stendur. Eins og hvíldarinnlagnirnar eru í dag er slíkt ekki í boði. Þetta er frekar eins og hótelgisting þar sem veitt er aðstoð við daglegar athafnir."

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert