Bæði kynin reikna með því að konur sætti sig við lægri laun en karlar

Frá kvennafrídeginum 2005.
Frá kvennafrídeginum 2005. mbl.is/Júlíus

Konur bjóða körlum hærri laun en konum, en karlar bjóða kynbræðrum sínum ennþá hærri laun. Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar. Bæði konur og karlar gera ráð fyrir að konur sætti sig við mun lægri laun en karlar og er munurinn frá 13 til 19 prósent. Þetta er niðurstaða rannsóknar á óútskýrðum launamuni kynjanna sem var kynnt á blaðamannafundi í dag.

Að rannsókninni standa Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, Margrét Jónsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík, sem var verkefnisstjóri og Fríða Vilhjálmsdóttir, starfsmaður verkefnisins.

Ráðleggja kynsystrum sínum að biðja um lægri laun heldur en þær ráðleggja körlum

Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að konur ráðleggja kynsystrum sínum að biðja um mun lægri laun en þær myndu ráðleggja körlum og er munurinn meiri en 10%. Karlmenn ráðleggja körlum einnig að biðja um hærri laun en þeir ráðleggja konum, en munurinn á ráðleggingum þeirra er minni.

Konur búast við að konum verði boðin 13 til 15 prósentum lægri laun en karlar. Karlar búast við að munurinn sé minni.

Konur ráðleggja kynsystrum sínum að sætta sig við 11 til 12 prósentum lægri laun en þær ráðleggja körlum að sætta sig við. Þetta er mun meiri munur en þegar karlar ráðleggja fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert