Kostnaður við orku til netþjónabús 20-30% lægri hér en í samkeppnislöndum

Skýrsla um netþjónabú var kynnt á fundi í dag, m.a. …
Skýrsla um netþjónabú var kynnt á fundi í dag, m.a. að viðstöddum Össuri Skarphéðinssyni, inðaðarráðherra, og Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra. mbl.is/Ásdís

Skýrsla um samkeppnishæfni Íslands fyrir staðsetningu svokallaðra netþjónabúa var kynnt í dag en Fjárfestingarstofan ásamt orkufyrirtækjum og fjarskiptafyrirtækjum. Fram kom á fundinum, að niðurstöðurnar úr athuguninni voru mjög jákvæðar og er m.a. gert ráð fyrir að kostnaður við orku til netþjónabús sé 20-30% lægri hér á landi en í samkeppnislöndunum, sem eru einkum Indland og Bandaríkin.

Á fundi í dag þar sem skýrslan var kynnt, sagi Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, tvær forsendur yrðu að vera til staðar svo hægt yrði að byggja upp netþjónabú af þessu tagi: að næg orka sé fyrir hendi, en netþjónabú þarf um 50 megavött, og að nýr sæstrengur verði lagður.

Fram kom á fundinum, að í vikunni hafi stjórn Farice, sem rekur samnefndan sæstreng, að bjóða út lagningu á nýjum sæstreng næsta haust. Forsvarsmenn Farice vildu hvorki játa því né neita, hvort viðskiptasamningar um netþjónabú væri forsenda fyrir því að nýr sæstrengur verði lagður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert