Nýr fjölmiðill tekur til starfa

Andrés Jónsson opnar nýjan vef-fjölmiðil.
Andrés Jónsson opnar nýjan vef-fjölmiðil.

Eyjan, nýr sjálfstæður fjölmiðill á netinu, tók til starfa í morgun. Starfsemi Eyjunnar er hvorki tengd útgáfu blaða né rekstri ljósvakamiðla og birtist efni Eyjunnar aðeins á netinu, segir í fréttatilkynningu ritstjórnar.

Á Eyjunni birtast fréttir, sem unnar af ritstjórunum Pétri Gunnarssyni og Andrési Jónssyni, en einnig munu þekktir fjölmiðlamenn og stjórnmálamenn skrifa blogg. Þeirra á meðal eru Egill Helgason, Þráinn Bertelsson, Arna Schram og Björn Ingi Hrafnsson ásamt fleirum.

Eigendur Eyjunnar eru Andrés Jónsson, Birgir Erlendsson, Pétur Gunnarsson og Jón Garðar Hreiðarsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri.

Eyjan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert