Umferðareftirlit úr þyrlu

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar.

Um helgina mun lögregla, í samstarfi við Landhelgisgæslu og Umferðarstofu, vera með umferðareftirlit úr lofti við helstu umferðaræðar í og við höfuðborgina, austur í Árnessýslu og til Borgarfjarðar. Þá mun lögregla og halda úti öflugu hefðbundnu umferðareftirliti á þessum sömu svæðum.

Sérstök áhersla mun lögð á eftirlit með ógætilegum akstri hverskonar, svig- og hraðakstri, sem og akstri utan vega. Ekki er gert ráð fyrir að lögregla þurfi að hafa afskipti af ökumönnum vegna þessa, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Eftirlitið mun standa yfir frá föstudegi til sunnudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert