Vann bíl með 6,3 milljónir í skottinu

Líklega vildu flestir vera jafnheppnir og hjúkrunarfræðingurinn Kolbrún Haukdal, sem skrapp til útlanda í frí og eignaðist óvænt glænýjan bíl á meðan.

Kolbrún hafði tekið þátt í Happdrætti DAS í nokkur ár, en ákvað síðast að bæta tvöföldum miða við og sér ekki eftir því núna, því ekki var nóg með að hennar biði nýr bíll heldur fylgdu honum líka 6,3 milljónir í skottinu. Vinningurinn kom Kolbrúnu í opna skjöldu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, enda hafði hún sjálf ekki athugað hvort hún hefði unnið. Tímasetningin er heppileg, því Kolbrún var að skrá sig í nám við Háskóla Íslands og hafði verið að íhuga að sækja um námslán. Enn á eftir að draga út 5 bílvinninga og mega því fleiri en Kolbrún eiga von á glaðningi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert