Baráttufundur Varmársamtakanna

Bryndís Schram las m.a. ævintýri H.C. Andersens, Nýju fötin keisarans, …
Bryndís Schram las m.a. ævintýri H.C. Andersens, Nýju fötin keisarans, við undirleik Áshildar Haraldsdóttur, flautuleikara og Bryndísar Höllu Gylfadóttur, sellóleikara. mbl.is/Ómar

Varmársamtökin stóðu í dag fyrir baráttufundi með listrænu ívafi í Álafosskvos en samtökin berjast fyrir því, að fyrirhugaðar framkvæmdir við Varmá í Mosfellsbæ verði settar í mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.

Í tilkynningu frá Varmársamtökunum segir að við Álafoss sé að finna eitthvert skemmtilegast samspil sögulegrar byggðar og náttúru á höfuðborgarsvæðinu. Þessi einstöku umhverfisgæði vilji samtökin vernda.

Þá sögðust samtökin vilja með fundinum vekja athygli landsmanna á því, að lögð hafi verið tengibraut um Álafosskvos án deiliskipulags sem þýði, að aðkoma bæjarbúa að skipulagstillögunni verði einungis til málamynda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert