Segja hrefnurnar fullar af þorski og ýsu

Fiskur úr hrefnumaga.
Fiskur úr hrefnumaga. mynd/hrefna.is

Hrefnuveiðimenn segjast margsinnis hafa orðið fyrir því í sumar og í fyrra, að þegar gert var veiddum hrefnum hafi maginn verið svo fullur af stórum fiski, að ekki hefði verið hægt að koma fyrir einum þorskhausi í viðbót.

Á vef hrefnuveiðimanna segir, að hrefnur séu miklir tækifærissinnar í fæðuvali og fæða þeirra sé bundin við það sem fyrir þeim verður hverju sinni. Þær séu einnig miklir einfarar og ferðist því hraðar um en aðrir skíðishvalir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert