Þrumur og eldingar á Suðurlandi

Þessir skýjabólstrar yfir Henglinum breyttust í þrumuveður síðdegis.
Þessir skýjabólstrar yfir Henglinum breyttust í þrumuveður síðdegis. mbl.is/Mynd fengin hjá Veðurstofu Íslands

Þrumuveður gekk yfir Hellisheiði og eldingar sáust í Hveragerði um klukkan hálf tvö í dag með tilheyrandi regnskúrum og jafnvel hagléli austur í sveitum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði að þetta væru dæmigerðir hitaskúrir sem verða þegar hitauppstreymi er mikið eins og búið er að vera í dag.

Einar sagði að á vefsíðu Veðurstofunnar væri hægt að sjá eldingakort með öllum skráðum eldingum og þar má sjá mjög marga rauða punkta yfir Norður Evrópu í dag.

Einar sagði að enn væru skilyrði fyrir áframhaldandi þrumuveðri á Suðurlandi þar sem það mældust ríflega 20 stig á þingvöllum og Hellu klukkan þrjú. „Það eru skilyrði til myndunar svona þrumuskýja eitthvað fram eftir kvöldi," sagði Einar að lokum.

Einar fjallar ítarlega um þrumuveðrið á blogggsíðu sinni Bloggsíða Einars

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert