Kaupþing hækkar vexti á húsnæðislánum

Kaupþing hefur ákveðið að hækka vexti á nýjum Íbúðalánum um 0,25 prósentur á morgun, úr 4,95% í 5,2%. Vaxtahækkunin nú tekur aðeins til nýrra lánveitinga og gildir ekki fyrir þegar veitt lán þar sem þau lán eru með fasta vexti út allan lánstímann.

Í tilkynningu frá bankanum segir, að síðasta vaxtabreyting á íbúðalánum Kaupþings hafi verið í desember 2006 en frá þeim tíma hafi verðtryggðir vextir Íbúðabréfa á markaði hækkað umtalsvert. Þessi vaxtahækkun nú sé til að fylgja þeirri þróun eftir. Vaxtabreytingunni sé einnig ætlað að mæta þeim mikla mun, sem myndast hafi á óverðtryggðum og verðtryggðum vöxtum í kjölfar lækkandi verðbólgu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert