Benedikt á erfiðum kafla í sundinu

Benedikt Lafleur sem er nú á sundi yfir Ermarsund er á mjög erfiðum kala í sundinu, samkvæmt upplýsingum Hermínu Ólafsdóttur aðstoðarkonu hans. Benedikt hefur ekki tekist að nærast sem skyldi á sundinu og eru skipuleggjendur sundsins, sem eru þaulvanir því að fylgja sundmönnum yfir, ekki bjartsýnir á að honum muni takast að ljúka sundinu.

Benedikt hóf sundið klukkan 04:50 að staðartíma í nótt og hefur því synt í um 12 klukkutíma. Hann hefur nú synt um 14 mílur og á um 6 mílur eftir. Hermína segir að vatnið á svæðinu sé 6 til 7 gráðu heitt og að erfiðir straumar séu undan strönd Frakklands. Þá hafi Benedikt átt erfitt með að halda niðri næringu allt sundið og hann sé því orðinn kaldur og þrekaður. Hann sé hins vegar staðráðinn í að gefast ekki upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert