Bestur og fékk 10 í einkunn

Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson. mbl.is/Hákon Pálsson

Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og sóknarmaður FC Köbenhavn, fékk 10 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leik liðsins gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Netmiðillinn Bold.dk gefur leikmönnum einkunnir og Orri fékk hæstu mögulega einkunn eftir að hann kom inn á sem varamaður og skoraði öll þrjú mörkin í sigrinum á AGF, 3:2.

Orri er að sjálfsögðu í liði umferðarinnar hjá Bold.dk og var eini leikmaður deildarinnar sem fékk sparieinkunnina 10 en tveir fengu 9.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert