Fötluð ungmenni fá greiðslur á næstu dögum

Fötluð ungmenni í Reykjavík sem eru þátttakendur í TEXAS, samstarfsverkefni Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR), Vinnuskóla Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, fá greiðslur á næstu dögum vegna þátttöku sinnar í verkefninu.

SSR segist í tilkynningu harma, að ekki reyndist unnt að greiða ungmennunum um síðustu mánaðamót eins og til stóð þar sem upplýsingar bárust of seint. Þegar það varð ljóst hafi þeim verið sent bréf þar sem gerð var grein fyrir seinkuninni.

Verkefnið TEXAS felst í þátttöku fatlaðra ungmenna í störfum á almennum vinnumarkaði. Það hefur fengið mjög góðar viðtökur en þátttaka í verkefninu meiri en áætlað var. Félagsmálaráðuneytið hefur veitt viðbótarfjármagni til verkefnisins til að það geti nýst öllum sem sóttu um þátttöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert