Stökk út um hótelglugga vegna ofskynjana

Hinn banvæni sveppur, viðarkveif, sem finnst á Íslandi.
Hinn banvæni sveppur, viðarkveif, sem finnst á Íslandi. mbl/Halldór Kolbeins

Nítján ára íslenskur ferðamaður stökk út um hótelglugga í Amsterdam síðustu helgi eftir að hafa borðað ferska ofskynjunarsveppi, segir á fréttavef Expatica. Báðir fótleggir mannsins brotnuðu við fallið. Expatica hefur eftir hollensku blaði að slysið á Íslendinginum sé það þriðja af völdum ofskynjunarsveppa á stuttum tíma í Amsterdam .

Í mars stökk 17 ára gömul stúlka með ofskynjanir fram af brú og í júní missti breskur maður stjórn á sér vegna inntöku sveppa og henti húsgögnum hótelherbergis, þar sem hann gisti, út um gluggann og slasaði einn vegfaranda.

Sala á ferskum ofskynjunarsveppum er leyfileg í Hollandi, en þurrkaðir sveppir eru bannaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert