Lítið þokast í launamálum kynjanna í ESB

Höfuðstöðvar ESB í Brussel
Höfuðstöðvar ESB í Brussel AP

Lítið hefur gert í jafnréttismálum kynjanna í Evrópu undanfarinn áratug og í nokkrum löndum hefur launamunur kynjanna aukist. Þetta kemur fram í skýrslu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið gera. Konur fá nú 15% lægri laun en karlar að meðaltali í Evrópusambandinu, en var 17% árið 1995.

Vladimir Spidla, sem fer með atvinnumál ESB, segir stöðuna ,,fáránlega” og að breytingar þurfi að gera á vinnulöggjöf innan sambandsins auk þess að framfylgja betur reglum sem þegar eru í gildi.

Í sex löndum er launamunurinn meiri en 20%, þ.e. í Bretlandi, Finnlandi, Þýskalandi, Slóvakíu, Eistlandi og Kýpur. Í Finnlandi og Þýskalandi hefur munurinn aukist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert