Önnur lóðaúthlutun í Úlfarsárdal

Í gær voru send bréf til 30 umsækjenda um sjö einbýlishúsalóðir í Úlfarsárdal. Um er að ræða fimm lóðir vestast í hverfinu, sem ekki voru valdar í fyrstu úthlutun, og tvær lóðir sem búið var að úthluta en umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.

Í maí var auglýst eftir umsóknum um 115 lóðir í Úlfarsárdal og bárust samtals 378 umsóknir. 38 umsóknir bárust í fjórar lóðir fyrir fjölbýlishús með alls 216 íbúðum. 26 umsóknir bárust í 11 lóðir fyrir raðhús með samtals 45 íbúðum. 48 umsóknir bárust í 27 lóðir fyrir parhús með alls 54 íbúðum og 266 umsóknir bárust í 73 lóðir fyrir einbýlishús.

Dregið var úr gildum umsóknum hjá reiknistofnun Háskóla Íslands að fulltrúa sýslumanns viðstöddum og fengu umsækjendur svonefnt valnúmer, sem vísaði til þess í hvaða röð þeir veldu lóðir. Dregnar voru út 85 umsóknir um lóðir fyrir einbýlishús og þar af voru 12 til vara. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir að í fyrra hafi fimm lóðir vestast í hverfinu ekki gengið út og sömu lóðir hafi ekki verið valdar í fyrstu umferð að þessu sinni. Auk þess hafi umsóknir um þrjár lóðir verið dregnar til baka og þar með hafi átta lóðir verið lausar. Haft hafi verið samband við umsækjendur úr hópi þeirra 85 sem ekki höfðu fengið lóð og þeim bent á þessar þrjár sem hafði verið skilað. Þá hafi ein lóð gengið út og á mánudag hafi verið dregnar út 30 umsóknir um lóðirnar sjö. "Þeir sem hafa lægstu númerin í þessum hópi hafa forgang fram yfir hina sem hafa hærri númer," segir Ágúst.

Hver lóð kostar 11 milljónir króna.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert