Sérsveit kölluð út vegna gruns um vopnaburð

Sérsveit lögreglunnar var send að versluninni 10 11 í Austurstræti í Reykjavík um klukkan sex í morgun eftir að starfsmenn þar tilkynntu um að maður með tvær byssur innanklæða væri inni í búðinni. Manninum tókst að komast út er sérsveitin kom á staðinn og er hann talinn hafa falið skotvopnin áður en hann var handtekinn. Hann er nú í vörslu lögreglu og er vopnanna leitað í nágrenni verslunarinnar.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu er talið að um startbyssur hafi verið að ræða. Maðurinn ógnaði ekki fólki inni í búðinni en lögregla segir ekki eðlilegt að menn séu á ferð með slík vopn á sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert