„Kátt í Kjós“

Í dag var sveitin í Kjósarhreppi opnuð undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“ fyrir gesti og gangandi. Fram kemur í tilkynningu frá hreppnum að tekist hafi með samstilltu átaki íbúa í Kjósarhreppi að skapa íbúum höfuðborgarsvæðisins og öðrum landsmönnum tækifæri á að fara í sveitaheimsókn og skoða með eigin augum hvað sé að gerast þar.

Bent er á að þeim landsmönnum fari fækkandi sem hafa bein tengsl við sveitasæluna og því vilji íbúar Kjósarhrepps koma til móts við þá landsmenn er áhuga hafa á að skreppa í sveitina sér til ánægjuauka.

Jafnframt þessu er það markmið með opnum degi að vekja athygli á þeirri starfsemi sem fram fer í Kjósinni og þeim gríðarlegu tækifærum sem þar felast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert