Eldingu laust í þotu Iceland Express

Eldingu laust í gær niður í væng farþegaþotu Iceland Express við lendingu hennar á Keflavíkurflugvelli. Fréttastofa Útvarps greindi frá þessu.

Haft er eftir Matthías Imslad, framkvæmdastjóra Iceland Express, að engin hætta hafi verið á ferðum enda hafi vélin verið búin þeim eldingarvörum sem kröfur eru gerðar um.

Fram kemur að nauðsynlegt sé að fara fara yfir vélina og því var hún tekin úr notkun eftir atvikið. Vegna þessa urðu einhverjar seinkanir á áætlunarflugi Iceland Express í gær, en Matthías segir að önnur vél hafi verið leigð út strax í gær og því eigi ekki að koma til frekari seinkana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert