Sigurmundur Einarsson og Unnur Ólafsdóttir reka ferðaþjónustuna Viking Tours

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Hjónin Sigurmundur Gísli Einarsson og Unnur Ólafsdóttir, sem reka ferðaþjónustuna Viking Tours í Vestmannaeyjum, eru sannfærð um að mikil framtíð sé í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

„Sjávarútvegurinn hefur tæknivæðst á síðustu árum með tilheyrandi fækkun starfa," segir Sigurmundur, betur þekktur sem Simmi skipstjóri í Eyjum. „Á móti kemur að ferðaþjónustan getur stuðlað að aukinni atvinnu víða um land. Hér í Eyjum bjuggu 500 manns gegnum aldirnar sem sáu fyrir sér með fiskveiðum. Ég er ekki í vafa um að sami fjöldi getur unnið hér við ferðaþjónustu í framtíðinni."

Of fá spil á hendi?

Sigurmundur segir að Gullfoss og Geysir séu falleg svæði og Bláa lónið snjöll hugmynd en spyr hvort íslensk ferðaþjónusta þurfi ekki að hafa fleiri spil á hendi. "Það koma um 300.000 ferðamenn til Íslands árlega en hvað gerist þegar þeir verða orðnir 600.000? Í dag lenda menn í því að vera í áttundu rútunni að Gullfossi og Geysi. Vildir þú vera í rútu númer sextán? Það sem ég er að segja er að við verðum að fjölga áningarstöðum – og Vestmannaeyjar eru augljós kostur."

Viking Tours býður bæði upp á útsýnissiglingu og rútuferðir um Eyjarnar, auk þess sem hjónin reka veitingastaðinn Café Kró.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert