Yfir 40 þúsund skátar samankomnir í Englandi

Vilhjálmur prins setti í dag heimsmót skáta í Englandi en yfir fjörtíu þúsund skátar alls staðar úr heiminum taka þátt í mótinu. Þar á meðal eru á fimmta hundrað íslenskir skátar en þetta er stærsta hópferð Íslendinga út fyrir landsteinana á skipulagðan viðburð í sögunni. Mótið stendur yfir í tólf daga í Hylands Parks í nágrenni Chelmsford í Essex.

Skátarnir koma frá rúmlega 160 löndum og búa í tjaldbúðum sem ná yfir 300 hektara svæði. Samkvæmt upplýsingum BBC er mótið það stærsta í 100 ára sögu skátahreyfingarinnar.

Von er á allnokkrum þjóðhöfðingjum á heimsmótið. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands kemur þangað 4. ágúst og Karl Gústav Svíakonungur hefur einnig boðað komu sína auk furstans af Liechtenstein og hertogans af Lúxemborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert