Bakkavík hættir vinnslu tímabundið

Húsnæði Bakkavíkur í Bolungarvík
Húsnæði Bakkavíkur í Bolungarvík Mynd af vef Bæjarins besta

Stjórn Bakkavíkur í Bolungarvík ákvað á fundi á föstudag að stoppa rækjuvinnslu tímabundið meðan verið er að tryggja vinnslunni hráefnis til a.m.k. þriggja mánaða. Þriggja mánaða hráefnisbirgðir eru um það bil 1.500 tonn. Taka því uppsagnir 12 starfsmanna gildi nú um n.k. mánaðamót. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Enn eru 14 starfmenn starfandi í fyrirtækinu sem ekki hefur verið sagt upp. Starfsfólki hefur verið tilkynnt um þessa ákvörðun, samkvæmt vef Bæjarins besta.

Stjórnendur fyrirtækisins vonast til að vinnsla geti hafist að nýju eigi síðar en um næstu mánaðamót, ef það gengur eftir þarf að ráða 14-16 starfmenn.

Í dag er verið að landa 400-450 tonnum af rækju í Bolungarvík til vinnslu hjá Bakkavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Í lok apríl sagði Bakkavík upp 48 starfsmönnum í landvinnslu fyrirtækisins. Ástæða þeirra var langvarandi erfiðleikar í rækjuvinnslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert