Óskráðar fornminjar fóru undir vatn

Yfirborð Hraunsfjarðarvatns hefur hækkað umtalsvert síðan stíflan var tekin í …
Yfirborð Hraunsfjarðarvatns hefur hækkað umtalsvert síðan stíflan var tekin í notkun mbl.is/Reynir Ingibjartsson

Stórfelld minja- og náttúruspjöll hafa orðið á Snæfellsnesi að mati staðkunnugra, vegna stíflu við Hraunsfjarðarvatn sem reist var fyrir Múlavirkjun. Á svæðinu er meðal annars að finna fornar seljarústir úr torfi sem nú eru að hluta til farnar undir vatn. Framkvæmdastjóra virkjunarinnar og minjavörð greinir á um aðdraganda að byggingu stíflunnar, sem Skipulagsstofnun veitti heimild fyrir árið 2004 eftir að ályktað hafði verið að stíflan skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Ekki er vitað með vissu frá hvaða tíma tóftirnar eru en í Árbók Fornleifafélagsins frá árinu 1961 segir að merk landnámshjón hafi fyrir um 1.100 árum síðan dvalið í dalnum. Guðbrandur Sigurðsson, sem rannsakaði dalinn árið 1959, segist halda að þar hafi staðið tvö sel. "Mér skilst að það hafi alltaf staðið til að skoða þessi sel og skrá þau með formlegum hætti," segir Guðbrandur. Fornleifaskráning hafi hins vegar aldrei farið fram á svæðinu því framkvæmdir hafi hafist án samráðs við minjavörð.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert