Barnaverndaryfirvöld vinna í máli 16 ára fíkniefnasmyglara

Sextán ára stúlka, sem handtekin var í gær er sennilega yngsti eiturlyfjasmyglari landsins. Barnaverndaryfirvöld í Kópavogi og lögreglan vinna að máli 16 ára gamallar stúlku, sem reyndi að smygla um hálfu kílói af fíkniefnum til landsins í síðustu viku ásamt 28 ára gömlum kærasta sínum.

Fram kom í fréttum Útvarpsins, að stúlkunni hafi verð sleppt úr gæsluvarðhaldi í morgun án samráðs við barnaverndaryfirvöld eða foreldra hennar. Hún hefur áður komið við sögu lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert